Björk Instagram – viljum við gefa auðmönnum firðina okkar ?
ef ekki skrifið undir
Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið.
Markmiðið er sagt eiga að bæta lagaramma um fiskeldi með aukinni áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir hins vegar að frumvarpið vinni gegn þessum hagsmunum. (hlekkur á grein í bio)
Hér er hægt að skrifa undir áskorun á Alþingi að hafna frumvarpinu.
(sjá hlekk í bio)
“Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.” | Posted on 27/Apr/2024 19:57:23